Að fylla inn í töflu

Að fylla inn í töflu

Markmið:

Hugmyndaflug, ritun.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Blöð og skriffæri.

Leiklýsing:

Nemendur útbúa töflu og skrifa lóðrétt eitthvert orð sem þeir ákveða. Á lárétta ásinn skrifa þeir t.d. land – borg – dýr – matur. Fyllt er inn í töfluna þannig að ef fyrsti stafurinn í lóðrétta orðinu er s eru fundin orð yfir land, borg, dýr og fæðu sem byrja á s. Síðan er næsti stafur tekinn og gert eins við hann o.s.frv. Nemendur keppast við að fylla sem mest inn í sína töflu. Sá vinnur sem getur fært flest orð inn í töfluna. Dæmi um töflu:

land borg dýr fæða
S Svíþjóð selur slátur
K Kína Kaupm.höfn Kind Kál
I Indland Istanbúl
P Pólland París páfugl pizza

Útfærsla:

Þennan leik má nota í tungumálakennslu þar sem nemendur finna erlend orð.

Heimild:

Stuðst við hugmynd að leik úr bókinni Se på Europa eftir Bodil Frederiksen (1 989. Horsens: Åløkke).

Leikur númer: 151

Að fylla inn í töflu
User Rating: 0 (0 votes)