Birnir, tjarnir og húnar (rökleikur með teningum)

Birnir, tjarnir og húnar (rökleikur með teningum)

Markmið:

Rökhugsun, hugmyndaflug.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Gögn: Teningar (5), myndvarpi, blöð til að skrifa á.

Leiklýsing:

Fimm teningum er kastað og út frá því er hægt að sjá hvað marga birni, tjarnir og húna er að finna nálægt Húnabjörgum.
Ef tveir eða fleiri eins koma upp þá eru það tjarnir. Birnirnir raða sér í kringum tjarnirnar til að drekka af þeim, þannig að ef t.d. tveir þristar koma upp þá eru birnirnir fjórir. Ef tvær fimmur koma upp, þá eru birnirnir 8. Þeir teningar, sem eru afgangs, þ.e. eru ekki samstæðir, sýna fjölda húna.

Kennarinn / stjórnandinn kastar teningunum, teiknar þá á myndvarpann og segir hvað marga birni, tjarnir og húna hann sér. Nemendur eiga að finna út frá því hver reglan er.

Tjarnir, birnir og húnar

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 184

Birnir, tjarnir og húnar (rökleikur með teningum)
User Rating: 0 (0 votes)