Dýraleikur (ágiskun)

Markmið:
Þjálfa athygli, snerpu og þol.
Aldursmörk:
Frá 7 ára
Gögn:
Engin.
Leiklýsing:
Nemendum er skipt í tvö lið sem snúa hvort á móti öðru og eru hafðir u.þ.b. 2-3 m á milli þeirra. Annar hópurinn velur sér dýranafn, hinn hópurinn á að reyna að giska á rétt nafn. Um leið og hópurinn, sem giskar, getur rétt á hinn hópurinn að hlaupa í borg sem er í enda vallarins, en hópurinn, sem giskaði, á að reyna að “klukka” sem flesta. Þeir sem nást fara yfir í hitt liðið. Síðan skipta liðin um hlutverk. Það lið sigrar sem er með flesta leikmenn þegar ákveðinn fjöldi umferða er búinn.
Útfærsla:
Hægt er að hafa önnur nöfn, t.d. á plöntum, löndum, sögufrægum stöðum eða byggingum.
Hægt er að fara í afbrigði af þessum leik í skólastofunni. Nemendum er þá skipt í tvö lið. Liðin skiptast á að hugsa sér atriði úr því námsefni sem nemendur hafa verið að læra um, t.d. í náttúrufræði, landafræði eða samfélagsfræði. Annað liðið fær eina mínútu til þess að giska. Hitt liðið svarar með “já” og “nei”. Ef liðið getur giskað á rétt svar innan tímamarkanna þá fær það eitt stig, ef ekki, þá fær hitt liðið eitt stig
Heimild:
Anton Bjarnason. 1990. Það er leikur að læra.
Leikur númer: 90