Ein ég sit og sauma

Markmið:
Leikræn tjáning. Söngur
Aldursmörk:
Frá 4 ára
Gögn:
Engin.
Leiklýsing:
Börnin leiðast í hring og ganga réttsælis. Eitt barnanna er inni í hringnum og situr á hækjum sér og þykist vera að sauma (góð æfing í látbragðsleik). Þegar sungið er „Hoppaðu upp“ þá hoppar miðjumaðurinn upp og gerir eins og sagt er í vísunni; lokar augunum, bendir í austur (gott tilefni til að læra áttirnar) og síðan í vestur, stoppar síðan við með útrétta hönd og sá er „bestur“ sem miðjumaðurinn bendir á þegar vísunni lýkur.
Ein ég sit og sauma
inni’ í litlu húsi.
Enginn kemur að sjá mig
nema litla músin.
Hoppaðu upp og lokaðu augunum,
bentu í austur, bentu í vestur,
bentu á þann sem að þér þykir bestur
Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 200
Ein ég sit og sauma
Your Rating
User Rating:
0 (0 votes)