Flaska í haus

Markmið:

Að læra nöfn og hafa gaman

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

2 plastflöskur.

Leiklýsing:

Byrjað er á að hópurinn fari í hring. Farinn er nafnahringur áður en leikurinn byrjar. Til að byrja með er notast er við eina flösku. Kennari eða leiðbeinandi útskýrir leikinn og að það megi ekki lemja með flöskunni einungis slá laust. Leikurinn gengur út á það að sá sem “er’ann” stendur í miðjunni með flöskuna, sá sem stjórnar leiknum byrjar á að kalla upp eitt nafnanna og sá sem heldur á flöskunni hleypur að þeirri manneskju (sá sem á nafnið sem kallað var upp) með þeim tilgangi að slá flöskunni í höfuðið á honum. Hann á að segja nafn á öðrum í hringnum áður en hann er sleginn og þá hleypur sá sem er með flöskuna að þeim næsta. Síðan gengur þetta koll af kolli. Ef sá sem er með flöskuna nær að slá áður en annað nafn er sagt fer sá sem var með flöskuna í hringinn og sá sem sleginn var í fer í miðjuna. Leikurinn flækist síðan aðeins þegar tvær flöskur eru notaðar og þar af leiðandi tveir í miðjunni.

Útfærsla:

Ef farið er í leikinn með hóp sem þekkist ekki er hægt að fara hringinn og hver og einn segir 2-3 hluti um sig og þá má nota þau atriði í stað nafns í leiknum.

Heimild:
Leikur númer: 366

Flaska í haus
User Rating: 4.7 (1 votes)

Leave a Reply

Your email address will not be published.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

*