Leitað að fólki

Leitað að fólki

Markmið:

Nemendur kynnist.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Sjá leiklýsingu.

Leiklýsing:

Nemendur fá í hendur vinnublað með ábendingum um að leita að fólki sem uppfyllir ákveðin skilyrði:

Finndu einhvern sem …

hefur átt heima í sveit.
hefur gengið á fjall sem er hærra en 1000 metrar á hæð.
sem hefur komið til Kaupmannahafnar.
á sér stærðfræði að eftirlætisnámsgrein.
á óvenjulegt gæludýr.
elskar óperur.
er hrædd(ur) við köngurlær.
o.s.frv.

Útfærsla:

Kjörið er að nemendur ákveði sjálfir hvaða upplýsinga er aflað.

Heimild:

Byggt á Abrami, C o.fl. 1995. Classroom Connections. Understanding and Using Cooperative Learning. Toronto o. v. Harcourt Brace bls. 53.

Leikur númer: 286

Leitað að fólki
User Rating: 0 (0 votes)