Pokasaga

Pokasaga

Markmið:

Ritsmíð, efla hugmyndaflug, samvinna.
Pokar, ýmsir hlutir, blöð og skriffæri.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Pokar, ýmsir hlutir, blöð og skriffæri.

Leiklýsing:

ekknum er skipt í fjögurra manna hópa. Kennarinn setur fjóra eða fimm hluti í poka. Það er alveg frjálst hvaða hlutir geta farið í pokana. Hver hópur fær síðan einn poka og má ekki opna hann fyrr en sagt er til. Ákveðinn er hámarkstími í upphafi, t.d. 2o mínútur. Hver hópur velur sér ritara, eða kennari velur. Þegar merki er gefið opnar hver hópur sinn poka og hefur síðan ákveðinn tíma til þess að búa til sögu þar sem allir hlutirnir í pokanum koma fyrir. Þegar sagan er tilbúin eða tíminn búinn er hún lesin upphátt og hlutirnir sýndir um leið.

Gott er að nota einn af leikjum Leikjabankans til að velja í hópana, t.d. flokkana eða látbragðið.

Útfærsla:

Hægt er að leika þennan leik með yngri nemendum, t.d. 6-7 ára. Þá getur allur bekkurinn verið saman og aðeins er notaður einn poki. Kennarinn skrifar þá upp söguna eftir nemendunum á flettitöflu.

Heimild:

Gísli Ásgeirsson og Þórður Helgason. 1996. Skinna. Reykjavík: Námsgagnastofnun.

Leikur númer: 326

Pokasaga
User Rating: 0 (0 votes)