10, 10. 2 x 10

Markmið:

Skerpa eftirtekt, athygli og útsjónarsemi og að skemmta sér.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Hlutur til að fela.

Leiklýsing:

Þessi leikur er útfærsla á leiknum “Að fela hlut”. Í upphafi leiksins er öllum þátttakendum sýndur hluturinn sem á að fela. Síðan er einn valinn sem á að fela hlutinn en allir aðrir yfirgefa herbergið. Sá sem var valinn til að fela hlutinn gerir það en passar að aðeins sjáist í hann. Þegar því er lokið er kallað á hina þátttakendurna og eiga þeir að finna hlutinn. Þegar einn hefur komið auga á hann gengur sá í burtu og lætur á engu bera en segir síðan “10,10, 2 sinnum 10” og sest síðan í sætið sitt. Reynt er að láta alla finna hlutinn. Í lokin er sá sem fyrstur fann hlutinn látinn sýna öllum hvar hann er. Ef það reynist rétt má hann fela hlutinn næst.

Útfærsla:

Útfærsla

Heimild:

Heimild

Leikur númer: 20
Sendandi: Margrét Böðvarsdóttir, Ólöf Kristín Einarsdóttir og Stella Kristjánsdóttir

Deila