Að átta sig á reglunni

Markmið:

Minni, athyglisgáfa, hugmyndaflug, rökhugsun.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Leiklýsing:
Þátttakendur sitja í hring. Einn er valinn til að “ver’ann” og er sendur fram meðan hinum eru settar leikreglur. Sá sem fram fer er spyrjandi í leiknum, hinir svara spurningum hans. Leikurinn felst í því að þegar spyrjandinn kemur inn leggur hann spurningu fyrir einn í einu og gengur á röðina, og er tilgangurinn sá að spyrjandinn átti sig á reglunni í svörunum sem hann fær.

Leikurinn er hafður þannig að aðeins má nota tiltekna reglu einu sinni.

Dæmi um leikreglu er að hver nemandi svari þeirri spurningu sem lögð var fyrir þann sem á undan er í röðinni. Sá sem fyrstur svarar þarf að hugsa upp svar sem er ekki í tengslum við þá spurningu sem fyrir hann er lögð. Á þennan hátt munu svörin hljóma úr takti við spurningarnar sem um leið gerir það að umhugsunarefni fyrir spyrjandann hver reglan sé á bak við svörin.

Leikurinn krefst athygli allra þátttakenda þar sem hver og einn þarf að vera minnugur á þá spurningu sem lögð var fyrir þann sem á undan er. Mikilvægt er að sjálfsögðu að allir þátttakendur í hringnum skilji leikregluna sem gildir hverju sinni.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 25
Sendandi: Brynhildur Ásgeirsdóttir

Deila