Að búa til orð

Markmið:

Orðaforði, ímyndunarafl og útsjónarsemi.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Blað og blýantur.

Leiklýsing:

Nemendum er skipt í hópa eða vinna saman í pörum. Kennari skrifar langt orð á töfluna (eða lætur nemendur hafa það á blaði svo þeir séu með það fyrir framan sig). Krakkarnir eiga síðan að finna eins mörg orð og þeir geta úr stöfunum í langa orðinu. Dæmi: Jólaball, möguleg orð eru t.d. ól, jól, ball, lóa.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 22
Sendandi: Helga Gísladóttir

Deila