Að elska og hata

Markmið:

Rökhugsun, stafsetning, málfræði eða önnur þekking.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Þátttakendur sitja í hring. Kennarinn segir: Ég elska kaffi en hata te. Næsti í röðinni spyr síðan hvort kennarinn elski eitthvað annað (t.d. pönnu), þar næsti hvort kennarinn hati eitthvað o.s.frv. Þannig eiga þátttakendur að reyna að finna regluna en hún er sú að kennarinn elskar orð með tvöföldum samhljóða en hatar orð með einföldum samhljóða. Hægt er að halda áfram að finna orð þó að nemendur hafi fundið regluna.

Útfærsla:

Hægt er að breyta leiknum, skipta t.d. skólastofunni í svæði og nemendur fá að fara milli svæða ef þeir geta rétt. Leikinn má nota um et., ft., kyn orða, nafnorð, lýsingarorð, sagnorð o. m. fl.

Auðvelt er að heimfæra þennan leik upp á aðrar námsgreinar, t.d. landafræði eða náttúrufræði. Þannig getur kennarinn t.d. “elskað” borgir í Evrópu en “hatað” borgir utan Evrópu, eða “elskað” skordýr og “hatað” áttfætlur, krabbadýr og lindýr.

Heimild:

Leikir og grín. 1986. Reykjavík: Iðunn.

Leikur númer: 118
Sendandi: Þorbjörg Arnórsdóttir

Deila