Að finna hlutinn

Markmið:

Að læra hugtök um eiginleika hluta.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Ýmsir hlutir, t.d. í skúffu í kennaraborði, tafla og krít.

Leiklýsing:

Nemendur sitja við borðin sín. Kennarinn segir að hann hafi í huga einn hlut sem er í kennaraborðsskúffunni. Hver nemandi má spyrja einnar spurningar um eiginleika eða nytsemi hlutarins. Kennarinn svarar annað hvort með já eða nei.

Spurningarnar geta verið svohljóðandi:

Er hluturinn rauður, þunnur, sveigjanlegur, eru stafir á honum, notum við oft svona hlut?
Kennarinn skrifar á töfluna þá eiginleika sem hann hefur svarað já við. Þegar röðin kemur að nemanda sem er nokkurn vegin viss um heiti hlutarins segir hann heitið. Ef ágiskunin er röng er haldið áfram. Ef vel gengur þarf að endurtaka leikinn til að gefa öllum í bekknum tækifæri á að bera fram spurningu.

Gefa má stig fyrir hverja rétta ágiskun á eiginleikum og einnig að útiloka þá sem giska rangt á heiti hlutarins frá því að spyrja oftar.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 27
Sendandi: Gunnar Jónsson

Deila