Að finna málshátt

Markmið:

Þekkja málshætti, rökhugsun.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Einn “er’ann” og fer út. Hinir velja málshátt og gefa hverjum og einum eitt orð úr honum. Nú kemur sá inn sem “er’ann” snýr sér að einhverjum og spyr hann: “Hvaða orð hefur þú?” Sá sem spurður er verður að muna orðið, sem honum var gefið, og svara því. Spyrjandinn á að geta sér til hver málshátturinn er. Þegar allir hafa verið spyrjendur vinnur sá sem fæstra spurninga þurfti að spyrja til þess að finna rétta málsháttinn.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 150
Sendandi: Unnur Pálsdóttir og Ásdís Grétarsdóttir

Deila