Að ganga eftir línu

Markmið:

Einbeiting, jafnvægi.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Sjá lýsingu.

Leiklýsing:

Lína er mörkuð á gólf með krít eða límbandi. Nemendum er sagt að hún sé örmjó brú yfir gjá. Nemendur ganga í röð yfir brúna nokkrum sinnum. Í hverri ferð er lögð ný þraut fyrir þá, dæmi:

Nemendur ganga afturábak, með krosslagða fætur, fyrst áfram, síðan með stórum eða smáum skrefum (áfram eða afturábak). Annað dæmi er að ganga yfir brúna með hluti (t.d. bækur, pappadiska, plastskálar eða bolla) á höfðinu, með eldspýtnastokka eða glös á handarbökunum. Eins má nefna að horfa um leið í gegnum pappahólka ýmist með öðru eða báðum augum, ganga með prik eða skaft á fingri eða lófa, með bolta (kasta, grípa) eða blöðru (slá), með augu lokuð eða ganga yfir hindranir, (t.d. flöskur, kassa, dósir).

Einnig má leggja fyrir nemendur það verkefni að búa til nýjar þrautir af þessu tagi. Leikurinn verður enn erfiðari ef notuð er lág jafnvægisslá í stað línu á gólfi.

Útfærsla:
Heimild:

Hans, G. Furth, Harry Wachs. 1982. Thinking Goes to School Piagets Theory in Practice. Oxford University Press.

Leikur númer: 271
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila