Að gefa gjöf

Markmið:

Að þjálfa ímyndunarafl og tjáningu og læra að gefa og þiggja.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Nemendur standa í hring. Einn byrjar og gefur þeim sem stendur næst sér ímyndaða gjöf og segir Ég er með gjöf handa þér, gjörðu svo vel. Sá sem fær gjöfina tekur við henni og þakkar fyrir sig, opnar hana og tekur upp það fyrsta sem honum dettur í hug, til dæmis frosk. Þá segir hann Vá froskur! Takk fyrir. Því næst leggur hann froskinn frá sér, sækir nýja gjöf og gefur næsta manni. Þannig gengur þetta koll af kolli þar til allir hafa fengið gjöf.

Útfærsla:
Heimild:

Ólafur Guðmundsson.

Leikur númer: 28
Sendandi: Hildur V. Einarsd., Júlíanna Sigtryggsd., María L. Magnúsd. og Sigr. Hafsteinsd.

Deila