Að leiða blindan (traustleikur)

Markmið:

Að efla vináttu og traust nemenda innan hópsins (bekkjarins).

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Treflar eða e-ð til að hylja augun.Gott rými með húsgögnum.

Leiklýsing:

Gott er að hafa ekki fleiri en 12 þátttakendur í þessum leik.
Nemendum er skipt upp í pör (tveir saman). Annar leikur blindan en hinn er leiðsögumaður. Það má ekki tala í leiknum. Einu samskiptin eru snerting lófa þannig að blindinginn leggur lófa hægri handar ofan á hægri lófa leiðsögumannsins. Leiðsögumaðurinn stjórnar ferðum þeirra með ákveðnum hreyfingum:

Að ýta lófa upp merkir að nú fari þeir upp, t.d. upp á stól.

Að lækka lófann þýðir að nú fari þeir niður, t.d. skríða.

Að draga lófann að sér, þýðir að nú á að fara áfram.

Nauðsynlegt er að sýna nem. hvað um er að ræða og brýna fyrir þeim að fara varlega.

Athugasemd: Nemendur þurfa að þekkjast nokkuð vel áður en farið er í leikinn.Gott er að hafa umræður í lokin um líðan nemenda í leiknum.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 303
Sendandi: Sigurveig Kristjánsdóttir

Deila