Að leika sagnir

Markmið:

Þekkja sagnorð, orðarím, leikræn tjáning og að skemmta sjálfum sér og öðrum.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Þátttakendur verða að vera fjórir eða fleiri. Þeim er skipað í tvo hópa. Annar hópurinn fer fram á gang eða í aðra stofu. Þeir sem inni eru koma sér saman um einhverja sögn handa hinum hópnum til að leika. Ekki er þeim þó sögð þessi sögn heldur önnur sem rímar á móti henni. Hugsum okkar að valin sé sögnin “að blaka” (slá); þá er þeim sagt að nú eigi þeir að leika sögn sem rímar á móti sögninni “að taka”. Þeir sem úti eru ráðgast um hver sögnin muni vera. Ef til vill hugkvæmist einhverjum að það sé sögnin “að raka”. Nú koma allir inn og leika að þeir séu að raka heyi. Hinir hrista höfuðin svo að hópurinn verður að fara út aftur og reyna að geta betur. Detti þeim í hug rétta sögnin koma þeir inn og snoppunga og slá hvern sem til næst . Hinir sem inni voru klappa saman höndunum. Er þá leikurinn úti og fara þeir fram sem inni voru. Sé leikin önnur sögn en hin rétta hrista þeir höfuðin sem inni voru, ekkert má segja, báðir hópar steinþegja. Stundum getur orðið bið á því að rétta sögnin finnist. Verður þá að endurtaka leikinn eða gefast upp – og þykir það lítill frami.

Útfærsla:
Heimild:

Steingrímur Arason. 1950. 100 léttir leikir. Reykjavík: Bókaforlagið Fagurskinna.

Leikur númer: 240
Sendandi: Birna Hugrún Bjarnadóttir

Deila