Að leika samsett orð

Markmið:

Leikræn tjáning, hugmyndaflug, málfræði samsett orð.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Spjöld þar sem á er skrifaður stofn þeirra tveggja orða sem mynda samsetta orðið. Sé orðið t.d. bílskúr þá stæði bíll á öðru spjaldinu og skúr á hinu.

Leiklýsing:

Leikurinn felst í því að tveir nemendur leggja hvor sitt orðið fyrir hina í bekknum. Áhorfendur eiga að giska á hvert samsetta orðið er.

Útfærsla:

Tveir nemendur draga sinn miðann hvor og leika það sem á þeim stendur (kennari þarf að athuga að miðarnir sem nemendur draga séu samstæðir, þ.e. að orðin sem á þeim standa myndi eitt samsett orð). Nemendurnir mega ekki sjá miðann hvor hjá öðrum og því veit enginn hvort orðið myndar fyrrihluta samsetta orðsins. Hinir í bekknum eiga síðan að giska á hvað þessir tveir eru að leika og mynda úr því samsett orð.

Hægt er að skipta bekknum í lið sem skiptast á að leika. Þannig er leikurinn orðinn að keppni. Það lið sem fyrst giskar á rétt samsett orð fær t.d. 2 stig. Þetta krefst þess að skipa verður dómara (kennara eða nemanda). Einnig er hægt að hafa leikinn án keppni og án liða.

Heimild:
Leikur númer: 241
Sendandi: Una Kristjana Jónatansdóttir

Deila