Að lesa afturábak

Markmið:

Æfa lestur, að sjá í huganum.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Spjöld með orðum yfir ýmsa hluti sem sjást í umhverfinu, t.d. inni í skólastofunni.

Leiklýsing:

Nemendur velja sér orð, lesa það afturábak og hinir nemendurnir eiga að reyna að finna út hvaða orð það er. Dæmi: bók – kób

Nemendur geta verið í hópum eða stakir en hver og einn nemandi/hópur fær að velja orð.

Útfærsla:

Nemandi segir: “Ég sé kób” eða “Skip mitt kemur að landi og í því er kób.”

Heimild:
Leikur númer: 152
Sendandi: Anna María Arnfinnsdóttir og Guðrún Lilja Rúnarsdóttir

Deila