Að ríma orð

Markmið:

Að þjálfa yngstu börnin í að ríma og fá tilfinningu fyrir málinu

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Lítill mjúkur bolti.

Leiklýsing:

Gott er að setjast í hring. Bolta er kastað til einhvers í hringnum. Sá sem kastar, segir eitthvert orð sem hinn á að geta rímað við samstundis eða gefa pant ella. Ef sá fyrri segir t.d.: “Maður”, þá svarar hinn “Staður”. Sá sem fær boltann kastar næst og segir nýtt orð. Ef sá sem kastar segir orð sem hann sjálfur getur ekki rímað við, þá gefur hann pant en hinn sleppur.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 154
Sendandi: Lára Torfadóttir og Ingibjörg Eyþórsdóttir

Deila