Að segja sögu

Markmið:

Hlustun, hugmyndaflug og hugkvæmni, efla frásagnargáfu og skilning á eðli orðflokkanna (sjá útfærslu).

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Þátttakendur þurfa að vera fimm eða fleiri. Lengd sögunnar ræðst nokkuð af fjölda þátttakenda. Best er að nemendur sitji í hring en nemendur geta líka setið í sætum sínum.

Einhver nemandi hvíslar einu orði í eyra hvers þátttakanda. Orðin verður að leggja á minnið og miklu varðar að þau séu fjölbreytt og skemmtileg. Síðan er valinn sögumaður. Hann segir ferðasögu. Hann segir frá tilgangi ferðarinnar, undirbúningi hennar og frá ýmsu sem fyrir kom á leiðinni. Annað veifið nemur sögumaður staðar eins og hann hafi gleymt einhverju og biður um hjálp frá einhverjum þátttakenda. Sá segir upphátt orðið sem að honum var hvíslað. Kemur það vanalega eins og skollinn úr sauðarleggnum en sögumanni kemur ekkert á óvart. Hann hefur jafnan ráð til að fella hvað sem er inn í söguna. Sagan heldur áfram þangað til allir hafa lagt sitt af mörkum. Þá lýkur sögumaður frásögn sinni.

Útfærsla:

Þessi leikur hentar vel til að undirstrika hlutverk orðflokka í setningum. Má því haga leiknum svo að stundum sé hvíslað nafnorðum, stundum lýsingarorðum, stundum sagnorðum

Heimild:
Leikur númer: 26
Sendandi: Birna Hugrún Bjarnadóttir

Deila