Að skoða í huganum

Markmið:

Þjálfa athygli og einbeitingu.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Nemendur loka augunum. Kennari ber fram spurningar, t.d.:
Hvað eru margir …….. (t.d. gluggar í kennslustofunni)?
Eru …………. (t.d. gluggar, dyr, skápar, skúffur) opnar/ir, lokaðar/ir?
Hvaða litur er á ……?
Hvað er á …(ákv. stað í kennslustofunni)?
Hvernig er (t.d. ákv. nemandi klæddur)?
Hver situr við hliðina á ……….?
Hvað eru margir ……….(gluggar, myndir, dyr, borð…)?
Hvernig er veðrið?
O.s.frv.
Nemendur svara hverri spurningu jafnóðum með augun lokuð. Síðan athuga þeir það sem um var spurt. Æskilegt er að nemendur reyni sjálfir að finna spurningar sem þessar og spyrji hvern annan. Hópvinna.

Útfærsla:
Heimild:

Hugmyndin er fengin úr bókinni Thinking Goes to School eftir Hans G. Furth og Harry Wachs (New York: Oxford University Press, 1974)

Leikur númer: 258
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila