Æstar blöðrur

Markmið:

Hópstyrking, samvinna og að halda blöðrum á lofti.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Blöðrur og skeiðklukka.

Leiklýsing:

Keppni milli hópa. Hóparnir skiptast á að spreyta sig. Hver þátttakandi fær eina uppblásna blöðru. Þegar merki er gefið hendir hver sinni blöðru upp í loftið. Markmiðið er að halda blöðrunum á lofti. Á fimm sekúndna fresti bætir stjórnandinn nýrri blöðru í loftið. Hópurinn fær refsistig þegar blaðra kemur við gólfið og annað ef blaðran er ekki komin aftur í loftið innan fimm sekúndna. Stjórnandi tilkynnir hvert refsistig hátt og skýrt til að skapa spennu en hópurinn má einungis fá sex refsistig. Þegar hópurinn hefur fengið refsistigin sex stöðvar stjórnandi tímann og hópurinn getur svo reynt að bæta metið sitt í nýjum leik.

Útfærsla:

Sjá hugmyndir á vefsíðunni: http://wilderdom.com/games/descriptions/gamesballoons.html

Heimild:

Leikurinn er á vefsíðunni Guide to Games & Activities with Balloons
for fun, team building, & experiential learning. Sótt á þessa slóð 17. janúar 2008: http://wilderdom.com/games/descriptions/gamesballoons.html

Leikur númer: 76
Sendandi: Daggrós Stefánsdóttir og Edda Rún Gunnarsdóttir

Deila