Allir eiga að syngja

Markmið:

Söngur, leikræn tjáning, hópkennd, spuni.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Allir eiga að syngja, tra la la la,
allir eiga að syngja eins og ég.
Tra la, eins og ég,
tra la, eins og ég,
tra la, eins og ég,
tra la la.

Allir eiga að klappa……

Allir eiga að stappa……

Allir eiga að gráta……..

Allir eiga að hlæja……..

Allir eiga að hoppa……

Og búið svo til fleiri vísur.

Ath! Grátvísan er sungin í moll. Einnig þetta: Alls staðar þar sem stendur „tra la“ í fyrstu vísunni er það „gert“ sem sungið er um, en undirleikarinn spilar þá lagið um leið.

 

Hlusta á lagið: 

 

Útfærsla:

Útfærsla

Heimild:

Allir eiga að syngja er eftir William Clausson og Basil Swift en þýðingin er eftir Ólafíu Margréti Ólafsdóttur.

Leikur númer: 15
Sendandi: Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Deila