Allir um borð!

Markmið:

Samvinna, samskipti, að finna lausn á vandamáli í sameiningu.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Nokkur sippubönd, tónlist.

Leiklýsing:

Þegar allir eru komnir “um borð” hrósar kennari þeim fyrir samvinnuna en spyr hvort þau geti ekki gert enn betur. Síðan fara allir út úr hringnum sem er nú minnkaður. Síðan reyna þau aftur að komast öll inn í hringinn. Þetta er endurtekið þangað til börnin komast ómögulega lengur inn í hringinn, nema með því að beita sköpunargáfunni og þjappa sér hvert upp að hverju. Kennari segist ætla að minnka hringinn mikið meira, og hvetur þau til að spyrja spurninga. Á endanum kemur örugglega spurningin: “Sagðirðu að við þyrftum að vera öll (með allan líkamann) inni í hringnum í einu?” Að lokum er gott að ræða um verkefnið. Ekki má gleyma að hrósa þeim fyrir að leysa verkefnið vel af hendi.

Útfærsla:
Heimild:

PE Central, sjá á þessari slóð httpwww.pecentral.org

Leikur númer: 14
Sendandi: Árni Björgvinsson

Deila