Amerískur fótbolti

Markmið:

Kynna amerískan fótbolta. þjálfa fínhreyfingar, samlagning, tilbreyting.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Tíu króna peningur, sléttur flötur, t.d. skólaborð.

Leiklýsing:

Tveir leika þennan leik.

Til leiksins þarf að hafa sléttan flöt; skólaborð er t.d. hentugt. Leikurinn felst í því að koma knettinum (peningnum) yfir að borðbrún andstæðingsins. Peningurinn stendur aðeins út fyrir borðbrúnina í hvert sinn er sókn hefst. Honum er síðan skotið með flötum lófa í átt að marklínu (borðbrún andstæðings) og hefur sóknarleikmaður þrjár snertingar til að koma peningnum á línu andstæðingsins, þannig að hluti hans standi út fyrir borðbrúnina. Þá hefur hann skorað snertimark sem gefur sjö stig að því tilskildu að hann geti nú skotið peningnum upp með þumalfingri og gripið hann aftur með sömu hendi.Takist þetta ekki hafa leikmenn hlutverkaskipti. Takist leikmanninum þetta aftur á móti fær hann möguleika á því að bæta við þremur stigum með því að skjóta peningnum með þumalfingri yfir mark sem andstæðingurinn myndar með því að setja olnbogana í borðið, þumalfingurna hvorn á móti hvor öðrum og vísifingur upp í loft. Ef þetta tekst hefur sóknarmaður skorað samtals 10 stig og leikmenn hafa hlutverkaskipti.

Lengd leiksins er undir þátttakendum komin, getur verið fyrirfram ákveðinn tími eða viss fjöldi stiga.

Útfærsla:

Útfærsla

Heimild:

Heimild

Leikur númer: 31
Sendandi: Guðlaugur Baldursson og Hlynur Svan Eiríksson

Deila