Andstæðingar

Markmið:

Þjálfa heyrn og eftirtekt, snerting.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Trefill eða eitthvað til að binda fyrir augun, stólar.

Leiklýsing:

Leikur þessi er útfærsla á leiknum “Hollinn, skollinn”. Allir þátttakendur sitja í hring (mega líka standa). Stjórnandi velur tvo úr hópnum og bindur fyrir augu þeirra með treflunum. Síðan leiðir hann þá inn í hringinn og annar á að leita að hinum og spyr: “Hvar ertu?” Svarar þá hinn og segir: “Hér.” Sá sem leitar á að rata á hljóðið og finna hinn en hann má vera á stöðugri hreyfingu og í hvaða stellingu sem honum sýnist. Það má spyrja eins oft og þörf krefur. Síðan geta þeir skipt um hlutverk.

Útfærsla:

Einnig er hægt að segja þátttakendum að leika að þeir séu köttur og mús og mjálmar þá kötturinn og músin tístir. Að sjálfsögðu er hægt að leika einhverja tvo aðra andstæðinga.

Heimild:
Leikur númer: 78
Sendandi: Margrét Böðvarsdóttir, Ólöf Kristín Einarsdóttir og Stella Kristjánsdóttir

Deila