Apa-leikurinn

Markmið:
Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:
Leiklýsing:

Tveir og tveir nemendur para sig saman. Annar leikur tré og hinn apa. Þegar kennarinn gefur merki á apinn að klifra upp í tréð og gefa frá sér apahljóð.

Næst eru það þrír og þrír sem para sig saman (ekki þeir sem pöruðu sig saman fyrst). Þegar kennarinn gefur merki á einn af þessum þremur að leika sjóræningja sem þarf að kasta upp og hinir tveir taka höndum saman og leika skipsbrúnina sem sjóræninginn kastar sér á.

Loks eru það fjórir og fjórir sem para sig saman (má ekki para sig með þeim sem voru með manni í apanum eða sjóræningjanum). Þegar kennarinn gefur merki eiga þessir fjórir að mynda fíl. Einn fer á fjórar fætur, annar sest klofvega yfir hann og myndar rana með höndunum og tveir mynda eyru sitt hvoru megin við búkinn. Nú setur kennarinn tónlist í gang og allir nemendurnir dansa um stofuna, hingað og þangað. Þegar kennarinn stöðvar tónlistina og kallar t.d. sjóræningi, þá hópast viðeigandi hópar saman og framkvæma látbragðið. Þá setur kennarinn tónlistina aftur af stað. Næst þegar hann stöðvar tónlistina kallar hann t.d. api upp í tré og svona heldur leikurinn áfram.

Útfærsla:

Nemendur geta vitaskuld glímt við að breyta leiknum og búa til aðrar myndir.

Heimild:
Leikur númer: 79
Sendandi: Arna S. Ásgeirsdóttir, Bryndís Y. Indriðadóttir, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir

Deila