Appelsínu-vangadans

Markmið:

Afþreying, efla andann í bekknum.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Appelsínur.

Leiklýsing:

Nemendum er skipað í tvö til fjögur lið og mynda liðin raðir. Fyrstu menn í liðunum koma appelsínu fyrir undir hökunni. Síðan er gefið merki og þá er appelsínan látin ganga á milli allra liðsmanna án þess að þeir megi snerta hana með höndunum. Allir verða að ná appelsínunni og festa hana undir hökunni og færa hana þeim næsta í röðinni. Ef einhver missir appelsínuna þá verður liðið að byrja alveg upp á nýtt frá fyrsta manni.

Útfærsla:

Útfærsla

Heimild:

Heimild

Leikur númer: 17
Sendandi: Kristín Pétursdóttir

Deila