Besta orðið

Markmið:

Að þáttakendur átti sig á orðaforða sínum í erlendu máli og tengingu orða. Þátttakendur noti erlenda málið við að rökstyðja mál sitt – því þannig vinna þeir inn stig.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Stór bunki af miðum, á hverjum miða er skrifað eitt orð. Annar bunki af miðum, á þeim miðum standa orð sem eru yfirgripsmeiri en i hinum bunkanumm

Leiklýsing:

Kennari þarf að útbúa miða sem á standa orð sem nemendur hafa kynnst í tungumálanáminum hingað til. Gott er að fá nemendur til að hjálpa til við að útbúa þessa miða. Gerðir eru tveir bunkar. Í fyrri bunkanum er gott að hafa orð sem unnið hefur verið með í síðustu tímum í bland við orð sem eru vel þekkt í tungumálinu, dæmi: Hús, köttur, pabbi, mjólk.. Á miðana í síðari bunkanum skal hins vegar skrifa orð sem eru yfirgripsmeiri eins og t.d.: Hræðilegur, fjölskylda, Akureyri, list.

Nemendur setjast saman í fjögurra manna hópa. Allir leikmenn fá fjóra miða úr fyrsta bunkanum og halda þeim eins og spilum á hendi. Sá sem á að gera fyrst leggur miða úr síðari bunkanum á borðið þannig að allir sjá. Dæmi: Upp kemur orð, til dæmis veisla, þá eiga allir leikmenn að finna það orð sem þeir eru með á hendi sem gæti passað best við veislu og leggja það út. Sá sem er´ann spyr svo alla hversvegna þeirra orð passi best við orðið veisla og allir þurfa að rökstyðja sitt orð. Dæmi um rökfærslu: Leikmaður leggur út pabbi og segir mitt orð passar best því pabbi fer oft í veislu. Leikmaður leggur út mjólk og segir mitt orð passar best því það er oft drukkin mjólk í veislu. Sá sem er+ann velur svo besta orðið og sá sem á það orð fær stig. Spilað er þangað til einhver leikmanna hefur náð ákveðnum stigafjölda.

Útfærsla:

Hægt að búa til svona spil á íslensku til að æfa nemendur í að færa rök fyrir máli sínu.

Heimild:

Sendandi bjó leikinn til með hliðsjón af ensku samkvæmisspili sem heitir Apples to Apples, sjá hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Apples_to_Apples

Leikur númer: 155
Sendandi: Ásdís Þórólfsdóttir

Deila