Átta fílar

Markmið:

Söngur, hreyfing, skemmtun.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Átta fílar

Átta fílar lögðu’ af stað í leiðangur,
lipur var ei þeirra fótgangur.
Takturinn fannst þeim heldur tómlegur
svo þeir tóku sér einn til viðbótar.

Nemendum er skipt í litla hópa (ágætt að hafa þrjá saman). Hver hópur er einn fíll og dreifast fílarnir um stofuna. Einn hópurinn er valinn til þess að byrja og þrammar umhverfis hina hópana (í halarófu) á meðan lagið er sungið. Stöku fílarnir þramma á staðnum. Nú stoppar fíllinn sem var á ferðinni aftan við einhvern hinna fílanna um leið og sungið er; „svo þeir tóku sér einn til viðbótar“. Þannig heldur leikurinn áfram þar til allir fílarnir eru komnir með.

Útfærsla:
Heimild:

Höfundur ókunnur, heimild: Tónmennt 1.hefti-Söngvasafn.

Leikur númer: 196
Sendandi: Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Deila