Ávaxtakarfa

Markmið:

Þjálfa athygli, viðbrögð, minni og hlustun og ekki síst að skemmta sér.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Stólar.

Leiklýsing:

Allir nemendur fá ávaxtanafn. Þeir sitja í hring á stólum. Stólarnir eru einum færri en nemendur. Sá sem ekki hefur stól stendur í miðjunni og nefnir tvo ávexti, t.d. appelsínu og epli. Þá standa þeir upp sem heita þeim nöfnum og eiga að skipta um sæti. Einnig getur hann sagt ávaxtakarfa og þá eiga allir að skipta um sæti. Sá sem er í miðjunni á einnig að reyna að setjast og sá sem ekki fær sæti fer í miðjuna.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 80
Sendandi: Lára Eymundsdóttir

Deila