Ávextirnir

Markmið:

Þjálfa athygli, skemmta sér.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Stólar.

Leiklýsing:

Leikurinn fer þannig fram að nemendur sitja á stólum sem raðað er í hring. Þeir byrja á að kynna sig en allir verða að heita ávaxtanöfnum. Þegar nemendur hafa kynnt sig hefst leikurinn. Allir eiga að klappa, einu sinni með höndum og svo á lær sér til skiptis. Sá sem stjórnar leiknum kallar nafn sitt tvisvar og svo eitthvert annað ávaxtanafn tvisvar, t.d. „Epli … epli – vínber … vínber”. Sá sem kallar má ekki láta sjást í tennurnar á sér. Næst kallar sá sem hefur kallað sig vínber nafnið sitt tvisvar og síðan annað ávaxtanafn tvisvar. Gengur leikurinn áfram þar til einn nemandi er eftir og telst hann sigurvegarinn.
Reglur:

Ef nemandi man ekki nöfn bekkjarfélaga sinna er hann úr leik og sest á gólfið.
Ef sést í tennur leikmanns þegar hann kallar nafn sitt eða nafn bekkjarfélaga síns er hann úr leik og sest á gólfið.
Aldrei má hætta að klappa.

Útfærsla:

Að sjálfsögðu er hægt að hafa önnur nöfn en ávaxtanöfn t.d. bílanöfn, landanöfn, nöfn frægra manna, dýranöfn o.fl. *

Heimild:
Leikur númer: 81
Sendandi: Vilborg Sigurveig Halldórsdóttir

Deila