Bangsi lúrir

Markmið:

Söngur, leikræn tjáning, skemmtun.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Bangsi lúrir, bangsi lúrir
bæli sínu í.
Hann er stundum stúrinn,
styrfinn eftir lúrinn.
Að hann sofi, að hann sofi
enginn treystir því.

Nemendur ganga réttsælis í hring en bangsi lúrir í miðjunni. Þegar kemur að vísupartinum „Að hann sofi“ stoppa börnin, ganga hænuskref að bangsa og um leið og síðasta orðið er sungið potar einvhver í hann. Þá upphefst eltingaleikur, bangsi á að reyna að ná hinum, og allir, sem hann nær hjálpa honum svo þar til öllum hefur verið náð.

Hlusta á lagið

Útfærsla:
Heimild:

Höfundar og ókunnur.

Leikur númer: 197
Sendandi: Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Deila