Baunaleikur

Markmið:

Samhæfing

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Stólar, baunir, bómull og sogrör, diskar

Leiklýsing:

Börnin sitja í röð á gólfinu með stól við hlið sér. Á stólnum er diskur með baunum. Í hinum enda herbergisins eru tómar skálar. Hvert barn fær nú sogrör og á að flytja baunirnar yfir á tómu diskana. Detti baunin á leiðinni má barnið taka hana upp með stráinu. Þannig eru svo allar baunirnar fluttar. Í stað bauna má nota t.d. bómullarhnoðra eða borðtenniskúlur.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 8
Sendandi: Sigrún Guðmundsdóttir og Stefanía Baldursdóttir

Deila