Baunapokaleikur

Markmið:

Styrkjandi æfing

Aldursmörk:

Frá 0 ára

Gögn:

Baunapokar (einn fyrir hverja tvo nemendur). Slétt gólf.

Leiklýsing:

Tveir nemendur eru saman og leggjast á gólfið andspænis hvor öðrum í armbeygjustöðu. Annar er með baunapoka og á að reyna að renna honum eftir gólfinu og skora mark með því að hann fari á milli handa hins. Hinn má að sjálfsögðu reyna að stöðva pokann, en báðir verða að vera í armbeygjustöðunni allan tímann.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 9
Sendandi: Árni Björgvinsson

Deila