Baunapoki á höfði

Markmið:

Að þjálfa jafnvægi og samhæfingu, efla samvinnu.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Baunapokar.

Leiklýsing:

Nemendur fá allir baunapoka á höfuðið og eiga að elta og herma eftir stjórnanda sem stjórnar ferðinni og hraðanum. Ef einhver missir baunapokann af höfðinu er hann frosinn. Annar nemandi verður þá að taka upp pokann og setja hann aftur á höfuðið á þeim sem missti hann án þess að missa sinn eigin poka.

Útfærsla:

Hægt er að hafa alls kyns hreyfingar, fara yfir hindranir, hreyfa sig eftir tónlist og leyfa nemendunum sjálfum að vera stjórnendur.

Heimild:
Leikur númer: 272
Sendandi: Sunna Viðarsdóttir

Deila