Bílaleikur

Markmið:

Hreyfing, æfa samvinnu.

Aldursmörk:

Frá 3 ára

Gögn:

Tónlist.

Leiklýsing:

Leikurinn skiptist í fjögur stig. Hægt að er fara í gegnum öll stigin eða bara nokkur þeirra, eftir aldri og áhuga barnanna.

1. hluti: Allir þátttakendur fá þau fyrirmæli að þeir séu bílar sem eiga að aka um (hreyfa sig frjálst ) án þess að keyra á næstu bíla. Þátttakendur þurfa að gæta þess að vera aðgætin í umferðinni. Tilvalið að nefna bílbeltin. Tónlistin er sett af stað og allir aka um í svolitla stund.

2. hluti: Þátttakendur para sig saman tveir og tveir. Annar á að vera bílstjórinn en hinn á að vera vélin. Sá sem er vélin tekur sér stöðu með lokuð augun, en bílstjórinn stendur fyrir aftan með augun opin og leggur hendurnar á axlirnar á ,,vélinni” . Tónlistin er sett af stað og bílstjórinn á að stýra ,,vélinni” um herbergið án þess að rekast á aðra í hópnum. Þetta er látið ganga um stund og þá er skipt um hluverk þannig að bílstjórinn verður ,, vél” og ,, vélin” verður bílstjóri.

3. hluti: Nú hefur bílinn fengið farþega, þrír saman í hóp. Fyrst kemur ,, vélin” þá bílstjórinn og síðan farþeginn sem hefur hendurnar á öxlum bílstjórans, en augun lokuð. Bílstjórinn ræður ferðinni sem fyrr. Eftir stundarkorn er skipt um hlutverk, þannig að allir fái að prófa að vera í öllum þrem hlutverkunum.

4.hluti: Nú á að búa til hópferðabíl með bílstjóra og vél fremst en farþegum með lokuð augun í halarófu á eftir. Oftast enda allir í einni hrúgu á miðju gólfi.

Útfærsla:
Heimild:

Leikurinn er fenginn úr bók Bryndísar Bragadóttur (1997). Leikir á léttum nótum. Reykjavík: Salka.

Leikur númer: 84
Sendandi: Ellý Dröfn Kristjánsdóttir, Fríða Egilsdóttir og Salbjörg Júlía Þorsteinsdóttir

Deila