Bingó

Markmið:

Að þjálfa sjónminni, formskynjun og liti ýmis atriði tengd náminu.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Spjöld á stærð við bingóspjöld. Í stað talna eru form, myndir, seinni helmingur af vísum, málsháttum, orð- tökum o.þ.h. Hæfilegt er að hafa sex atriði á hverju spjaldi. Einnig þarf að hafa minni spjöld til að þekja bingóspjaldið með.

Leiklýsing:

Leikurinn er spilaður eins og venjulegt bingó.

Stjórnandinn segir leikmönnum ekki hvaða mynd er á spjaldinu heldur lýsir henni án þess að segja heitið. Í stað þess að segja “rauður þríhyrningur” getur hann sagt: Þetta er hlutur með þrjú horn og er rauður að lit!.
Leikmenn teikna sjálfir formin á bingóspjöldin áður en bingóið sjálft byrjar. Þannig fá þeir að ráða hvaða form þeir eru með og teikning verður hluti af leiknum.
Ef um eldri leikmenn er að ræða má setja upp dæmi í stað talna eða að stjórnandinn les upp dæmi og leikmenn þekja réttar tölur.
Málshættir, vísur, orðtök og þess háttar er hægt að nota í stað talna. Stjórnandinn les t.d. upp fyrri part vísu og leikmenn þekja seinni partinn ef þeir eru með þann rétta.
Nota má myndvarpa til að varpa þrívíddarmyndum upp á vegg í ákveðinn tíma og leikmenn annað hvort teikna myndina eða þekja hana.

Útfærsla:
Heimild:

Byggt á Furth, Hans G. og Wachs, Harry. 1975. Thinking Goes to School – Piagets Theory in Practice. New York, London, Toronto: Oxford University Press.

Leikur númer: 220
Sendandi: Kolbrún Jónsdóttir

Deila