Blautt boðhlaup

Markmið:

Æfa jafnvægi og samhæfingu, afþreying.

Aldursmörk:

Frá 0 ára

Gögn:

Teskeiðar og lítil glös, jafnmörg liðunum sem keppa, fat eða skál og vatn.

Leiklýsing:

Þessi leikur er n.k. samkvæmisleikur og því hentugur á skemmti- eða bekkjarkvöldum, eða á útivistardögum. Hópnum er skipt í nokkur hæfilega stór lið og þeim afhent ein teskeið. Liðunum er stillt upp með boðhlaupsfyrirkomulagi, þannig að hvert lið myndar röð. Í X metra fjarlægð frá hverri röð er svo sett lítið glas á borð. Við hverja röð (eða á milli tveggja) er skál með vatni.

Við merki frá stjórnanda hlaupa fyrstu menn af stað með teskeiðina að skálinni, setja vatn í hana og ganga / hlaupa með hana að litla glasinu. Vatninu er síðan hellt úr skeiðinni í glasið. Að því loknu er snúið við og næsti maður í röðinni látinn hafa skeiðina og endurtekur hann leikinn o.s.frv. Það lið sigrar sem fyrst fyllir glasið.

Útfærsla:

Hægt er að hafa hindranir á leiðinni. Líka er hægt að nota matskeið í staðinn fyrir teskeið til að gera leikinn auðveldari.

Heimild:
Leikur númer: 273
Sendandi: Árni Björgvinsson

Deila