Blikkleikur

Markmið:

Skerpa athygli, skemmta sér.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Helmingur nemenda situr á stólum sem raðað er í hring. Bak við hvern nemanda sem situr stendur annar nemandi. Í sígildri útgáfu þessa leiks eru verkaskipti milli kynja þannig að annað kynið stendur, hitt situr. Einn „er‘ann“ og er sá kallaður „blikkarinn“. Fyrir framan hann er auður stóll.

Blikkarinn á að reyna að blikka einhvern sem situr og ná honum í stólinn til sín. Þeir sem standa fyrir aftan eiga að reyna að koma í veg fyrir að blikkarinn nái í þann sem situr fyrir framan þá. Ef blikkarinn blikkar einhvern þá á hann að reyna að komast í auða stólinn til blikkarans en sá sem stendur fyrir aftan á að reyna að koma í veg fyrir það með því að taka utan um viðkomandi.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 85
Sendandi: Þorgerður Sævarsdóttir

Deila