Blindu dýrin

Markmið:

Hópskipting, hlustun, skemmtun.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Treflar, buff eða klútar.

Leiklýsing:

Nemendur draga miða úr bunka hjá leikstjórnanda. Á miðanum er mynd af dýri. Nemendur mega ekki sýna neinum miðann sinn. Þegar allir nemendur hafa dregið miða dreifa þeir sér um stofuna og setja buff eða trefil fyrir augun. Þegar allir hafa komið sér fyrir setur leikstjórnandi leikinn í gang. Nemendur eiga þá að leika hljóðið sem dýrið á miðanum þeirra gefur frá sér og finna aðra nemendur sem hafa dregið sama dýr.

Útfærsla:

Hægt er að nýta leikinn til uppbrots og til að skipta í hópa. Hægt er að hafa keppni um það hvaða hópur er fyrstur!

Heimild:
Leikur númer: 373
Sendandi: Birna Friðgeirsdóttir, Lilja Sif Bjarnadóttir, Sandra Óskarsdóttir og Ólafur Sigurðsson

Deila