Blindu mennirnir og fíllinn

Markmið:

Vekja nemendur til umhugsunar um mikilvægi þess að skoða öll mál frá mörgum hliðum

Aldursmörk:

Frá 0 ára

Gögn:

E-r hlutur sem samsettur er úr nokkrum pörtum, t.d. ryksuga, stóll, myndvarpi.

Leiklýsing:

1. Kennarinn segir nemendum eftirfarandi sögu:

Einu sinni gengu þrír blindir menn fram á fíl. Þeir höfðu aldrei áður komist í tæri við þá skepnu og voru því afar forvitnir. Þeir þreifuðu einn í einu á fílnum til að komast að raun um hvernig hann liti út.

Sá fyrsti sagði: „Fíllinn er langur og mjór eins og reipi“. „Nei“, sagði annar, „Hann er hár, hrjúfur og breiður eins og veggur“. „Ykkur skjátlast báðum hrapallega“, sagði sá þriðji, „Fíllinn líkist mest feitri slöngu“.

2. Umræður: Hvaða hluta fílsins snerti hver hinna blindu manna?
Hvað hefðu blindu mennirnir sagt ef þeir hefðu þreifað á t.d.
skögul­tönnum, eyrum eða fótum fílsins? Hvað getum við lært af
þessu?

3. Viðfangsefni: Bundið er fyrir augun á tveimur eða þremur nemendum („blindum mönnum“). „Blindu mennirnir“ þreifa á hlut, sem færður er inn í kennslustofuna eftir að bundið hefur verið fyrir augu þeirra. Best er að hluturinn sem „blindu mennirnir“ eru látnir þreifa á sé samsettur úr nokkrum mismunandi einingum. Sem dæmi um slíka hluti má nefna t.d. myndvarpa, sýningartjald, ryksugu, bónvél, kúst, regnhlíf og reiðhjól. Hver hinna „blindu manna“ fær aðeins að þreifa á einum hluta (t.d. ef um ryksugu er að ræða þreifar sá fyrsti á slöngunni, annar á belgnum og sá þriðji á hjólunum eða snúrunni). Um leið og „blindi maðurinn“ þreifar, lýsir hann upphátt því sem hann finnur. Síðan reyna „blindu mennirnir“ sameiginlega með því að bera saman bækur sínar að komast að niðurstöðu um hver hluturinn er.

Útfærsla:
Heimild:

Hugmyndin er upprunalega fenginn úr bandarísku námsefni sem bar heitið The Productive Thinking Program. Efnið er til á bókasafnið Kennaraháskóla Íslands.

Leikur númer: 185
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila