Blindur rakki

Markmið:

Efla skynjun og athygli. Efla góðan hópanda.

Aldursmörk:

Frá 0 ára

Gögn:

Stólar.

Leiklýsing:

Stólum er raðað í hring. Leikendur sitja í stólum er snúa inn í hringinn. Einn leikmaður stendur inni í hringnum. Hver leikmaður fær númer sem hann þarf að muna og hefur allan leikinn. Þá er bundið fyrir augun á leikmanninum sem stendur og er hann því “Blindi rakkinn”. Hann kallar upp tvö númer, t.d. 2 og 25. Leikmenn með þessi tvö númer skipta um sæti. Tilgangurinn með leiknum er að sá blindi þarf að grípa annan hvorn leikmanninn eða næla sér í tómt sæti meðan þeir eru að hafa sætaskipti. Leikmenn mega ekki fara út úr hringnum til þess að skipta um sæti, en mega læðast eða skríða eins hljótt og kostur er. “Blindi rakkinn” fær númer og sæti hjá þeim sem honum tókst að grípa eða taka sæti frá. Sá gripni verður “Blindur rakki” og leikurinn heldur áfram.

Útfærsla:
Heimild:

Nelson, Wayne E. 1992. International Playtime: Classroom Games And Dances From Around The World. Fearon Teacher AIDS. ISBN: 0866539905

Leikur númer: 87
Sendandi: Berglind Bjarnadóttir

Deila