Blöðrublak

Markmið:

Hreyfing, samvinna, hafa gaman.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Blöðrur og stólar, skápur, net eða annað til að afmarka völlinn.

Leiklýsing:

Skipt í tvö lið. Nota má stóla sem net. Markmið leiksins er að koma blöðrunni í gólfið hjá andstæðingnum. 

Útfærsla:

Hægt að útfæra leikinn með ýmsu móti, t.d. með því að ákveða fjölda snertinga áður en blaðran er send yfir.  

Hægt að láta þátttakendur fara í raðir sitthvoru megin við netið, þegar sá fremsti í röðinni slær blöðruna yfir þá hleypur hann í röðina hinum megin, eða aftast í sína röð. Hér eru margir útfærslumöguleikar. 

Hér má sjá dæmi um útfærslu í leikfimisal:

Heimild:

https://www.kidspot.com.au/

Leikur númer: 405
Sendandi: Bjarni Harðarson, Björn Andri Ingólfsson, Guðbjörn Smári Birgisson, Kristófer Einarsson, Sverrir Hrafn Friðriksson og Vigdís Edda Friðriksdóttir.

Deila