Blöðrugrip

Markmið:

Hreyfing og auka snerpu.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Ein blaðra og stólar fyrir alla.

Leiklýsing:

Allir þátttakendur sitja í hring. Einn byrjar í miðjunni með blöðru. Hann kastar blöðrunni upp í loft og kallar nafn á einhverjum í hringnum sem á að grípa blöðruna. Sá sem grípur blöðruna er þá í miðjunni og sá sem var í miðjunni sest. Ef einhver nær ekki að hlaupa og grípa blöðruna er hann úr leik. Stólarnir hreyfast ekkert, það verða bara auð sæti eftir. Ef þetta þykir of auðvelt er hægt að stækka hringinn svo leiðin sé lengri. Sá sem hefur umsjón með leiknum dæmir ef upp koma vafamál. Ef enginn dettur út lengi er alltaf hægt að lengja leiðina sem þarf til að ná til blöðrunnar. Mikilvægt að nafnið sé kallað upp á sama tíma og blöðrunni er kastað, ekki seinna.

Útfærsla:

Hægt er að gera þetta standandi, eða með bolta. Þá verður leikurinn talsvert erfiðari og hentar eldri börnum.

Heimild:

Útfærsla á leik sem sá sem þetta ritar las einhvern tímann um.

Leikur númer: 363
Sendandi: Ásta Berglind Jónsdóttir, Elva Margrét Árnadóttir og Sandra Ýr Geirmundardóttir

Deila