Boðhlaup og þrautalausnir

Markmið:

Ræðst af verkefnum.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Krítartafla eða tússtafla, skriffæri til að skrifa á töfluna.

Leiklýsing:

Nemendum er skipt í tvo, þrjá eða fleiri hópa. Öllum hópum er komið fyrir jafnlangt frá töflunni.

Kennari getur látið nemendur koma með mismunandi hætti upp að töflunni, t.d. hoppa á öðrum fæti (hægri, vinstri), hoppa jafnfætis, ganga köngulóagang o.fl. Þegar upp að töflunni er komið leysa nemendur þrautir sem fara eftir því í hvaða námsgrein þeir eru. Í stærðfræði má leysa dæmi eða þrautir á töflu. Í íslensku mætti leggja fyrir nemendur að skrifa orð sem tilheyra einhverjum sérstökum orðflokki. Í landafræði, sögu og líffræði geta nemendur svarað spurningum sem þeir draga.

Mikilvægt er að kennari skipti í jafna hópa og gefi nemendum ákveðinn tíma til að svara spurningunni við töfluna. Geti nemandi ekki svarað spurningu eða leyst verkefni mega þeir sem eru í sama liði hjálpa til.

Útfærsla:
Heimild:

Lært af nemendum í Grunnskóla Sandgerðis veturinn 1990-1991.

Leikur númer: 292
Sendandi: Sigurvin Bergþór Magnússon

Deila