Bókaleikur

Markmið:

Efla athyglisgáfu, minni og ágiskunarfærni.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Bækur, skriffæri og pappír.

Leiklýsing:

Þátttakendur sitja í hring á gólfinu, alls sex til tíu talsins. Stjórnandi leiksins lætur bók ganga allan hringinn og segir þátttakendum að skoða hana. Að því loknu tekur hann bókina úr augsýn þeirra og biður þá að svara eftirfarandi spurningum og skrifa svör sín á blað.

Hve þung er bókin?
Hve löng er bókin?
Hve breið er bókin?
Hve margir litir eru á forsíðunni? Hvaða litir eru það?
Hve mörg orð eru á forsíðunni?
Hver skrifaði bókina?
Hvað heitir bókin? Hve margar blaðsíður er bókin?
O.s.frv.

Útfærsla:
Heimild:

Leikurinn er fenginn af þessari vefsíðu: http://usscouts.org/macscouter/Games/

Leikur númer: 259
Sendandi: Jónasína Lilja Jónsdóttir og Valgerður Stefánsdóttir

Deila