Bókstafaleikur

Markmið:

Að læra stafina, þjálfa minni og athyglisgáfu, tilbreyting.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Stafastokkur: Spjöld með íslensku stöfunum, tvö af hverjum staf. Ágætt er að prenta stafina út úr tölvu og hafa þá vel stóra. Þeir eru síðan klipptir út og límdir á pappír (gott að hafa svolítið þykkan pappír). Gott er að setja bókaplast yfir spjöldin svo þau skemmist síður.

Leiklýsing:

Æskilegt er að leikmenn séu tveir til fjórir. Öll spjöldin eru lögð á hvolf á borð. Síðan er þetta spilað alveg eins og önnur samstæðu- eða minnisspil: Keppendur fletta til skiptis, tveimur spilum í senn, og reyna að safna sam- stæðum. Mikilvægt er að börnin segi alltaf upphátt hvaða stafi þau draga því þá gengur oft betur að muna (eftir útliti og hljóði).

Að lokum sigrar sá sem hefur fengið flestar samstæðurnar þegar öll spilin eru búin.

Útfærsla:

Nemendur safna saman stöfum í orð og sá vinnur sem fyrr nær að mynda orð.

“Svarti Pétur”. Stöku spili (Svarta Pétri) er bætt í stokkinn og síðan spilaður venjulegur “Svarti Pétur”.

Heimild:
Leikur númer: 221
Sendandi: Guðlaugur Baldursson, Hlynur Svan Eiríksson og Lilja Dóra Harðardóttir

Deila