Boltinn gengur

Markmið:

Hafa gaman 🙂

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Brennibolti.

Leiklýsing:

Leikmenn standa í hring og kasta brennibolta á milli sín. Ef leikmaður missir boltann krýpur hann á annað hnéð en er enn með í leiknum. Ef leikmaður missir boltann í annað sinn krýpur hann á bæði hnén. Í þriðja sinn setur hann aðra höndina fyrir aftan bak og í fjórða sinn er hann úr leik. Leik lýkur þegar einn er eftir og er þar með sigurvegarinn.

Hópstærð er frá 4-12. Alveg hægt að spila leikinn með fjölmennari hóp.

Útfærsla:
Heimild:

10×10 leikir: 100 Skemmtilegir leikir fyrir krakka á öllum aldri.Sóley Ó. Elídóttir.

Leikur númer: 384
Sendandi: Birta Rós Gunnarsdóttir

Deila